15. nóvember 2007

Áhugamál


Fór á foreldrafund í gærkvöldi. Það var hressandi. Langt síðan ég fór síðast á svona fund þar sem allir voru áhugasamir og flestir buðu sig fram til að gera eitthvað.


Við vorum með óskalista frá bekknum um það sem þau langar að gera. Á listanum var allt milli himins og jarðar t.d. Laser-tag, verslunarferð, jólaföndur, skautar, skíði ofl. en það sem vakti áhuga hjá mér var Origami sem er fremur óvenjulegt á svona lista. En það kveikti eitthvað hjá mér því ég hef alltaf haft gaman að því að fikta með pappír. Og þá fann ég þessa síðu, þarna eru allskonar pappírsfígúrur og sýnt hvernig á að búa þær til. Ég á eftir að prófa og veit þess vegna ekki hversu góðar útskýringarnar eru.
Ps. teljarinn í 5.499. Ert þú nr. 5.500?

6 ummæli:

Refsarinn sagði...

Fukk 5501. Held samt að plata með Van Halen hafi heitið þessu nafni.

BbulgroZ sagði...

ooohh 5504...

Nafnlaus sagði...

Hæ Bjarney. Þú þarft sérstakan pappír í þetta, þetta kemur frá japan og er ætlað til að hjálpa til ef að maður veikist eða lendir í erfiðleikum. Kannski fæst pappírinn í skólavörubúðinni eða föndurbúðum. sá fullt af svona í Hirosíma í japan. varð nr5507

Nafnlaus sagði...

Darn it... 5509

..tölur OG pappír í sama blogginu!!

These are a few of my favorite things :D ...not..

Nafnlaus sagði...

Ohhh...5534 :( en það gengur bara betur næst. Kveðja, Auður.

Nafnlaus sagði...

Sæl Bjarney. Ég á ekkert lopapeysumunstur sem passar á lopasokka því miður. Kannski er hægt að finna eitthvað á netinu á hannyrðasíðunum. Kveðja, Auður.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...