Enn ein rannsóknin sem gengur þvert á það sem áður hefur verið sagt. Þetta stendur í Fréttablaðinu í dag:
"Fita í mat ekki hættulegust
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.
Rannsóknin, sem vísindamenn við háskólann í Lundi stýrðu, er byggð á rannsókn á mataræði og lífsstíl 28.000 Malmöbúa.
"Við höfum komist að því að fita í mat hefur ekki bein áhrif á kransæðasjúkdóma. Aftur á móti er það skortur á trefjum í fæðunni sem leiðir til slíkra sjúkdóma, hefur Politiken.dk eftir Margréti Leósdóttur, einum vísindamannanna að baki rannsókninni."
Nú veit ég ekkert um áræðanleika þessarar könnunar eða hvernig hún var framkvæmd eða á hvað löngum tíma. En finnst ykkur ekki magnað hvað svona rannsóknir geta stangast á?
Nú taldi maður það vera svo að búið væri að sanna sambandið milli fituáts og kransæðastíflu. Er þá eitthvað að marka þetta með góða og vonda fitu? Getur verið að það skipti mestu máli og sé best fyrir mann að borða fjölbreytt fæði og hreifa sig reglulega - eða á kannski eftir að sýna fram á það með rannsókn að þetta allt saman skipti ekki máli?
Ég sá þátt um feitasta mann í heimi. Hann var auðvitað ótrúlega feitur og gat varla hreyft sig, var ef ég man rétt rúmlega fertugur. Hafði ekki komið út úr húsi í 5 ár eða meira. Og ég gat ekki annað en hugsað hvernig stendur á því að þessi maður er enn á lífi? Því samkvæmt öllu því sem manni er kennt ætti ekki að vera hægt að lifa svona lífi án þess að deyja úr hjartaáfalli eða kransæðastíflu eða einhverju álíka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Sæl Bjarney. Þetta er nokkuð skondin rannsókn...en það er búið að finna svo margt sem tengir saman kransæðastíflu með einhverju öðru. Og fitan er ekki best...hár blóðþrýstingur og margt fleira. Annars er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt og ég kíki hér við á hverjum degi þó að ég kvitti nú ekki í hvert skipti. Takk kærlega fyrir allt kvittið hjá mér og mikið þykir mér vænt um hvað þú skrifar fallega til mín. Ástarþakkir, þín vinkona Auður.
Já ætli það sé ekki þessi gullni meðalvegur sem sé það eina sem virkar... Mátulegt samræmi á milli hollustu og óhollustu og svo auðvitað lykilatriðið... Hreyfing... Held annars að það verði endalaust verið að setja fram nýjar kenningar varðandi mataræði og kransæðasjúkdóma
Það hefur alltaf verið fylgni á milli fitu og kransæðastíflu en gengið illa að finna orsakasamband. Líklega er stress og hár blóðþrystingur ástæða stíflunnar og þeir sem eru feitir og borða því líklega mikið af feitum mat útsettari fyrir vandanum. Borða í hófi og slaka reglulega á með rauðvínsglasi er málið.
Skrifa ummæli