Þegar ég var lítil þá var það jólaplatan með Silfurkórinum sem kom manni í rétta jólastuðið. Þessi plata var alltaf spiluð fyrir jólin.
Þegar ég fór að búa sjálf átti ég ekki plötu með Silfurkórnum og hún var bara ekki fáanleg og einhvernvegin varð engin ein plata (gleisla eða vínil) sem tók við af Silfurkórnum sem svona aðal jólatónlistin.
En svo bökuðum við piparkökurnar á sunnudaginn og þá eru jólalögin að sjálfsögðu spiluð og þá kom í ljós að við eigum okkar piparkökubakstursjólalög. Þannig var að þegar Hrund var lítil þá tókum við upp á kasettur jólaplötu með Ómari Ragnarssyni og aðra með Hauk Morthens. Báðar kassetturnar eru merktar Hrund svo ég geri ráð fyrir að Eyrún hafi ekki verið fædd, þær eru því líklega síðan 1992 eða 3 mundi ég áætla. Þessar spólur fara aðeins í tækið við svona tækifæri eins og bakstur og skreytingar.
Okkur fannst við hreinlega ekki geta bakað piparkökurnar án þess að hafa þessa tónlist í tækinu og þá upphófst mikill hamagangur við að finna spólurnar. Gaman að uppgötva að við eigum ákveðna jólatónlist sem kemur manni í rétta jólaskapið.
18. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
3 ummæli:
Ég er svo á móti þakklátur fyrir að þurfa ekki að hlusta á silfurkórinn bara aldrei. En það er nú bara ég.
Ég get nú huggað ykkur við það að ég á Silfurkórinn og það á CD!!
Sæl Bjarney. Eigum við okkur ekki öll einhverjar minningar með lögum sem tengjast jólum? Ég held það :) Og það er bara fínt að eiga þær :)
Skrifa ummæli