Þá er komið að því. Ég er að byrja að prjóna peysu á sjálfa mig. Ákvað að prjóna lopapeysu sem er hneppt (ekki rennd Hrund og Inga).
Fór í gær og keypti lopann og varð ekkert smá hissa þegar kom að því að borga. Efnið í heila peysu kostar ekki nema 1.540 kr (það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort það dugir í heila peysu). Það er nú bara þannig að ég prjónaði peysu á Hrund á síðasta ári og garnið í hana kostaði 6 eða 7 þúsund krónur.
Uppskriftina að peysunni fann ég á www.istex.is og það er þessi hérna, en ég ætla aðeins og breyta henni þ.e. ég nota plötulopa ekki álafoss lopa og ætla að síkka hana svolítið, langar ekki í svona naflasýningarpeysu.
Svo í gærkveldi sat ég sveitt við að reikna út prjónfestu og hlutföll og nú er ég byrjuð. Vona bara að útreikningarnir séu réttir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
3 ummæli:
Hey Bjarney, prjónaðu jakkapeysu á mig og Ívar líka og Helgu og ég borga fyrir, ég er ekki að djóka.
Ég bara dáist að því að nenna að tékka á prjónafestu :) Ég læt þetta bara flakka og svo passa flíkurnar alltaf svaka fínt á baby born dúkkur :D ha ha ha!!
Prjónfestu og hlutföll! Það er eins og þú sért að fara að hækka upp jeppa:
Skrifa ummæli