Kaupþing sendi okkur bækling um daginn þar sem tilkynnt er að við séum komin í "Vöxt Gull" og þar með fáum við betri þjónustu en aðrir sem ekki eru í þessum hópi. Síðan er tíundað hvað okkur er boðið uppá.
Við erum heppin að hafa fæðst á Íslandi því hér er gott að búa.
Hvers vegna? Jú, við höfum aðgang að þjónustu sem okkur finnst orðið sjálfsögð en er það ekki allstaðar í heiminum. Öll börn fara í skóla. Heilsugæslan er aðgengileg öllum og almennt höfum við það gott.
Hvers vegna? Jú það er vegna þess að við áttuðum okkur nokkuð snemma á því að það borgar sig að hugsa um heildina. Við borgum skatta af launum okkar til að fjármagna þá þjónustu sem við teljum nauðsynlega.
Ég vil halda áfram að borga skattana mína til að greiða fyrir þessa þjónustu. Ég vil að allur almenningur hafi aðgang að henni og að áfram þyki sjálfsagt að lækna þann sem er veikur án þess að hugsa um hvort viðkomandi hafi efni á að borga fyrir þjónustuna.
Þess vegna verð ég óróleg þegar tákn um annað koma fram. Og þá er ég komin aftur að bæklingnum frá Kaupþingi. Þar er mér boðin afsláttur af mánaðargjaldi af Velferðarþjónustu á vegum Heilsuverndarstöðvarinnar. Þennan afslátt fæ ég sem sagt af því ég er í þessari tilteknu þjónustu hjá bankanum mínum.
Þetta er hvorki stórvægilegt eða eitthvað sem eitt og sér grefur undan heilbrigðisþjónustunni fyrir almenning. En í mínum huga er þetta skref í þá átt að hafi maður pening geti maður greitt sig framar í röðina. Og það er skref sem ég er ekki tilbúin að taka. Þegar kemur að heilsu þá á sá veikasti að hafa forgang en ekki sá sem á mesta peninginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
2 ummæli:
Sammála!
Vel mælt, vel mælt!
Skrifa ummæli