6. mars 2008

Plöntur



Litlu vitlausu haustlaukarnir mínir virðast halda, þrátt fyrir snjó og kulda að nú sé komið vor. Vonandi þola þeir veðrið sem er í boði hjá okkur.




Síðan er það aumingja plantan mín í eldhúsglugganum. Þar var nefninlega þannig einn daginn að ég þurfti að lofta vel úr eldhúsinu og galopnaði gluggann. En úti var frostgaddur og ég hafði ekki vit á því að fjarlægja plöntuna úr glugganum. Verð ég ekki bara að klippa burtu kalna hlutann?
Þessi planta hjá mér vex bara sem ein lengja, engir angar út hér eða þar. En hún hefur hingað til verið svo falleg og þrifist vel í glugganum.

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Jú ég mundi bara klippa burt það sem er dautt engin staðdeyfing eða neitt. Þetta jafnar sig á nokkrum vikum.

Nafnlaus sagði...

Sæl Bjarney. Ég er algjör api hvað viðkemur plöntum og blómum. Hingað til hefur aldrei neitt þrifist hjá mér sem þarf að vera í mold svo að ég get engin ráð gefið þér.

Kveðja, Auður.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Og kannski eru laukarnir mínir ekkert svo vitlausir eftir allt saman því ég sá í garði við Hringbrautina krókusa sem farnir voru að blómstra!

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...