Í dag eiga foreldrar mínir 39 ára brúðkaupsafmæli. Það er ekkert smá. Til hamingju mamma og pabbi!
En svo er hér smá plöntumont og fyrirspurn.
Fyrri myndin er tekin 23. mars sl. og þá má sjá litla papriku að myndast hægramegin á plöntunni og þar sem hún greinist er eitthvað mitt á milli þess að vera blóm og paprika að myndast.
Sú seinni er tekin í morgun (25. apríl þið afsakið hvað hún er dökk). Þar er það sem var parika að myndast orðin stór og myndarleg paprika en hin er ennþá frekar lítil. Ætli sú stærri taki upp alla næringuna frá hinni áður en hún nær út í þá grein.
Og nú langar mig að fá upplýsingar frá plöntufróðu fólki. Ætli það sé óhætt að umpotta þessari plöntu? Hún er í allt of litlum potti og ég þarf orðið að vökva hana næstum daglega til að hún ofþorni ekki.
Eplatrén mín frá í fyrra eru frekar orðin væskilslega neðri hlutinn á þeim, blöðin orðin meira eða minna sölnuð. En á toppnum eru komin ný og falleg blöð.
Til hægri á myndunum báðum er svo sítrónutré. Það vex ótrúlega hægt miðað við bæði eplatrén og paprikutrén. En þeim var öllum sáð síðasta sumar.
Og að lokum. Teljarinn minn er staddur í nr. 6959 vantar bara 41 upp í 7000. Alltaf svo gaman að nálgast svona heilar tölur. Spennandi að sjá hvursu langan tíma það tekur að komast upp í þá tölu.
Ta ta ta tammm.....
25. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
4 ummæli:
Sæl Bjarney. Þér er allveg óhætt að umplanta plöntunum þínum í stærri potta og setja góða mold með. Svo er um að gera að vökva með áburðarvatni t.d maxicrop sem er lífrænn áburður. Paprikkuplantan á að geta verið með slatta af paprikkum í einu á sér. 'Eg náði þessari líka góðu tölu 6969. Kveðja Steinunn
Hér eru brögð í tabbbli, teljarinn kemur ekki á skjáinn!!
En gaman af þessum plöntumyndum og sögum, ég er í svipuðum málum hér : ) (dálítið til nördsins, segjum engum frá þessu bara)
Náði líka tölunni 6979. Kveðja Steinunn
Takk Steinunn fyrir góð ráð. Ég umpottaði paprikutrjánum í gær og þau eru svona ljómandi hamingjusöm með það.
Skrifa ummæli