![](http://www.snerpa.is/gamar/myndir/jardv1.jpg)
Við keyptum fyrri endurvinnslutunnuna í fyrra vor og var hún orðin full seinnipart sumars svo við keyptum aðra.
Það var úr fyrri tunnunni sem tekið var á laugardaginn. Þá fór ég einmitt í Garðheima og keypti sigti og fötu til verksins því enn eru greinar og svona stærri hlutir sem ekki eru að fullu jarðgerð og fengu að fara aftur efst í tunnuna.
Moldin sem við höfum búið til með þessari aðferð var dökk og falleg. Það voru hvorki meira né minna en 3 og hálf fata sem kom úr tunnunni.
Ein fatan fór í matjurtargarðinn minn og hinar í beðin. Ég mæli eindregið með því að menn komi sér upp svona tunnum það fer ekki mikið fyrir þessu og það er minni lykt af þessum tunnum en af ruslatunnunum. Svo er ekki mikil vinna við þær heldur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli