26. júní 2008

Sumarkveðja.

Sæl og blessuð öll sömul.

Frá mér er allt gott að frétta þó dagarnir séu helst til of stuttir nú um stundir. Það er svo margt sem mann langar að gera og annað sem þarf að gera og eilíf togstreita þar á milli. Eins og þið þekkið.

Við erum öll meira og minna í vinnunni þessa dagana og fáum ekki frí saman fyrr en í lok júlí, en þá verður gaman.

Garðurinn okkar er mjög svo blómlegur núna því í gær plöntuðum við Hrund út fullt af sumarblómum sem okkur áskotnaðist. Sum eru meiri dekurblóm en önnur og þurfa vökvun næstum því á hverjum degi. Vonandi getum við sinnt þeim sem skildi.

Eplatrén sem við settum út í garð (í potti) í vor af því þau voru farin að ofspretta í glugganum hafa séð fífil sinn fegri. Þau eru núna eiginlega bara stönglar með nokkrum laufblöðum efst.

Af paprikutrjám er allt gott að frétta. Þau halda áfram að blómstra og nú eru 3 paprikur að vaxa. Við höfum nú þegar uppskorið 2 paprikur, ágætlega stórar og mjög svo ljúffengar.

Síðan hafa stelpurnar verið að setja inn myndir á myndasamkeppni mbl.is. Þetta eru Eyrúnar myndir og hér eru myndir frá Hrund (smellið á nöfnin þeirra).

Eyrún er komin með nýtt hjól og stefnt er á að hjóla eitthvað saman öll fjölskyldan þó ekki sé búið að ákveða hvert eða hvenær.

Sem sagt allt í lukkunnar velstandi hjá mér og mínum.

Kveðja, Bjarney

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er einmitt í garðastússi núna líka, var að færa furuna mína í annað beð. Fer að blogga um helgina og sýni ykkur myndir... svona aðallega til að fá samþykki frú Steinunnar á staðsetningu og fleiru :D hí hí.
Til hamingju með "línuritalaust" blogg, ég er alsæl og skildi hvert orð :)

BbulgroZ sagði...

Ljómandi Fransíns, ljómandi alveg :)

Nafnlaus sagði...

Ansi er þetta nú leiðinlegt með eplatréð. Ég sem ætlaði að biðja þig að senda mér einn kassa norður af gómsætum eplum þegar það kæmi að uppskeru. En jæja það gengur bara betur næst :)

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...