Þetta er uppáhalds leiðin mín í og úr vinnu þessa dagana (myndir fengnar úr Borgarvefsjá). Stígakerfið meðfram Sæbrautinni er orðið nokkuð gott og ekki mikil umferð annarra en hjólandi a.m.k. helming leiðarinnar.
Og hér kemur smá af tölum sem ég tileinka Ingu vinkonu. Leiðin er tæpir 7 km (allt í allt en öll leiðin sem ég fer er ekki á kortinu) og ég er u.þ.b. 20 mín að hjóla hana. Meðalhraði 20 km/klst og hámarkshraðinn rétt rúmlega 30 km/klst.
Hinsvegar er leiðin ekki gallalaus. Og gulu punktarnir á fyrstu myndinni sýna staði sem ég kalla stundum þrautabrautir. Það eru aðallega staðir þar sem maður fer yfir götur. Ég hef númerað þá og ætla að koma mínum kvörtunum á framfræri í númera röð.
1. Hér kem ég niður frá Skeiðarvoginum og er beygjan inn á stíginn við Sæbraut ansi kröpp og blind. Þ.e. ekki auðvelt að sjá hvort einhver er að koma eftir stígnum. Það eru nokkrir svona blindir staði milli punkta 1 og 2. Marga þeirra væri auðvelt að laga með því að klippa gróðurinn (spurning hvort maður eigi að taka trjáklippur með sér einn morguninn). Svo er einn staður milli punkta 1 og 2 þar sem húsagata fer yfir stíginn og endar hinumegin við hann. Þetta er augljóslega varasamt því á þessum kafla er maður á góðum hraða og ef bíll er að aka inn í botninn á götunni á sama tíma og ég kem á fullri ferð... gæti orðið ljótt.
2. Sannkölluð þrautabraut. Grænu punktarnir sýna leiðina sem ég verð að fara til að komast milli stíga því hérna endar stígurinn og annar tekur við hinumegin við Sæbrautina.
Það eru gönguljós allan hringinn á þessum gatnamótum og leðinlegast er að fara yfir Sæbrautina sjálfa því ljósin eru tvískipt og virka þannig að það er engin leið að komast yfir báðahelmingana á sömu ljósum. Það verður ansi oft til þess að maður fer yfir á móti rauðum kalli og það pirrar mig að þurfa að grípa til lögbrota svona snemma morguns.
Nú tekur við ágætis kafli. Það eina er að verið er að byggja á einum stað en búin hefu verið til ágætis varaleið framhjá sem tefur ekki mikið, þó ekki sé nokkur leið til að mæta öðrum þar, hvorki hjólandi eða gangandi.
3. Hér er beygja að bensínstöð og er umkvörtunarefni mitt svegjan sem kemur á stíginn. Ég skil að ætlast er til að við hægjum á ferðinni þegar kemur að svona stöðum en það er einum of að senda mann í hvarf frá götunni plús að umferðin er aðeins úr einni átt og ætti því að vera viðráðanlegri að fylgjast með fyrir okkur stígafólkið. Kantsteinninn er helst til of hár þarna til að fara niður af honum beint, eins og maður gerir stundum við svipaðar aðstæður.
4. Of miklar sveigjur á brautinni yfir götuna og sérstaklega þegar komið er yfir götuna og á stíginn aftur, hef 2x næstum farið út fyrir stíginn sem er ekki gott þarna þar sem nokkuð hár kantur er og almennt frekar varasamt.
5. Sama og 4.
Milli punkta 5 og 6 er fínt að hjóla. Þarna hefur þó umferð um stíginn aukist og þá sérstaklega gangandi /skokkandi vegfarenda. Það getur verið varasamt. Stígurinn er tvískiptur þ.e. lína skilur að hjólahluta og gangandihluta. En mikið hefur verið skrifað um gallan við það kerfi svo ég læt það vera. Nema að það virðist vera tilhneging hjá gangandi /skokkandi að vera alveg við þessa umræddu línu sem minnkar hjólasvæðið (sem er ekki of mikið fyrir) og getur verið stórhættulegt.
6. Sólfarið. Inn á myndina setti ég bleika línu (vona að hún sjáist) sem er beintenging milli hjólalínanna. Þarna er hjólabrautin klippt af til að koma fyrir stæðum. Fyrir utan þá hættu sem það getur skapað ef hjólreiðamaður er ekki með athyglina algjörlega við stíginn og passar sig að færa sig inn á "gangadi" hlutann af stígnum til að steypast ekki fram af kantinum þá er þarna líka minnkað svæðið sem umferð kemst um. Einmitt þar sem hópar fólks á það til að vera að skoða listaverkið. Og fólk í hópum er að gera allt annað en að fylgjast með því hvort einhverjir þurfi að komast framhjá. Þessi litli bútur getur því verið mikil hindrun og töf fyrir þann sem vill komast heim (því það eru sjaldan hópar þarna fyrir kl 8 á morgnana).
Það þyrfti frekar að auka gangstéttaplássið þarna heldur en að minnka það eins og gert er.
En á heildina litið er þessi leið nokkuð góð, bæði skemmtileg og falleg. Hún er einnig ein sú öruggasta af þeim sem ég get valið úr og með fæstum hindrunum.
5 ummæli:
Þú ert snillingur Bjarney :) og ég fer aldrei ofan af því!!! En ég gleymdi að tjá mig um daginn þegar ég kvittaði hjá þér um myndirnar hjá stelpunum þínum. Þetta eru sko stór fínar og mjög fallegar myndir :)
dísus kræst !!!!
Bjarney í framboð!!
Hvernig nenntirðu að skrá þetta allt niður? Þú ert ótrúleg alveg :)
Var ekkert hættulegt að taka þessar myndir, ertu ekki lofthrædd?
Góð samantekt mín kæra og það er víða pottur brotinn en með fjölgun hjólreiðarmanna ætti þetta að lagst.
Ef ekki Óli F(áviti) með svona síðu þar sem maður getur kvartað?
Jú, "1.2. og Reykjavík". Ég hef nú ekki sett inn færslu þar en gefið mitt mat á nokkrum færslum.
Heyrðu, fyndið. Ég sver að ég var ekki búin að sjá þína mynd þegar ég teiknaði Sæbrautina með rauðri línu á mína mynd :)
Skrifa ummæli