26. nóvember 2008

Útgáfutónleikar

Þriðjudagskvöldið 2. desember klukkan 20:00 verða útgáfutónleikar í Áskirkju.

Þar fagnar Kór Áskirkju útgáfu á jóladiskinum Það aldin út er sprungið. Kórinn syngur íslensk og erlend jólalög án undirleiks undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Á disknum hljjóma perlur sem allir kannast við, í hefðbundnum sem og óhefðbundnum útsetningum, ásamt minna þekktum kórverkum.

Aðgangur er ókeypis.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er frábært framtak ;) Verð með þér í huganum þann 2. des ;) Ég er á fullu í próflestri...eins og það er nú gaman eða hitt þó heldur. En gott þegar því er lokið :)
Kveðja, Auður.

Van De Kamp sagði...

Þetta voru ótrúlega flottir tónleikar.. Þið eruð ekkert smá flottur kór.. Takk fyrir frábæra skemmtun.
Kv. Irpa

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Takk Irpa. Það var líka einstaklega skemmtilegt hversu vel var mætt á tónleikana.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...