5. desember 2008

Hitt og þetta og þó mest jólaundirbúningur



Útgáfutónleikarnir tókust vonum framar, full kirkja og góð stemming (diskurinn er til sölu hjá mér).



Svo nú er að fara að undirbúa jólin. Jóladagatalið gengur ekki vel hjá mér í ár. Er einstaklega andlaus eitthvað. Stelpurnar tóku sig til einn daginn og útbjuggu hvor fyrir aðra (án þess að hin vissi af), það kom nokkuð skemmtilega út.



Svo er það piparkökubaksturinn, ætlunin er að hnoða í deigið í dag og baka á morgun, ætli eitt stk hús verði bakað líka (set inn mynd þegar það er komið upp). Þetta er eina smákökusortin sem ég baka fyrir jólin. Aðrar smáköku hafa bara dagað uppi óétnar í fínu kökuboxi, svo það er alveg eins gott að sleppa því að baka þær. Það er svo mikið annarskonar framboð af allskonar sætindum og fíneríi. En ef Bjartur les þetta þá er mjög líklegt að eitt eða tvö kryddbrauð verði bökuð á laugardaginn og hann er velkominn til að taka eitt með sér ef hann kíkir í heimsókn ;)



Mig langar líka svo mikið til að steikja laufabrauð, hef aldrei gert það heima. Það var alltaf hittst í Vogaskóla þegar stelpurnar voru minni og laufabrauð skorið og steikt. En svo var skólaeldhúsið rifið og nokkkur ár tók að byggja nýtt og þessi hefð datt niður. Við söknum þess og því langar mig að spreyta mig á þessu heima. Sjáum til hvort eitthvað verði af því í ár.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...