Núna er sko gaman að hjóla. Götur og stígar næstum alveg auðir, bara rétt smá íshula hér og þar og nokkrar litlar sjnóhrúgur eftir mokstur. Var ekki nema rétt tæpar 18 mín í vinnuna í morgun miðað við rúmlega 19 í gærmorgun og varla farið undir 20 mín dagana þar á undan.
Hjólaði heim eftir Sæbrautinni í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Góð tilfinning og þetta er skemmtileg leið.
Metfjöldi hjólreiðamanna sjáanlegur í morgun, þeir voru hvorki fleiri né færri en 6!
Sumarlöngunin farin að gera vart við sig. Maður farin að spá í sumarfríi og svona. Hlakka til þegar það verður undantekning að maður hjóli í regngallanum til hlífðar. Ég er enn að hjóla í sama fatnaðnum og þegar það var 10° frost og finn fyrir því að það er aðeins of mikið. Líklegast í lagi að sleppa ullarsokkunum og fá sér léttari vettlinga svona rétt á meðan hitinn er um og yfir frostmark. En auðvitað er bara miður mars ennþá svo líklegast þarf maður að halda í hlífðarfötin eitthvað áfram.
En mikið hlakka ég til sumarsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Mér finnst bara dásamlegt hvað það er orðið bjart á morgnana þegar maður rífur sig á fætur til að fara í vinnu :) Það eitt minnir okkur á að það styttist í vorið :)
Skrifa ummæli