Úff það var erfitt að hjóla í morgun. Reyndar svo að ég þurfti að teyma hjólið töluverða vegalengd og endaði svo með því að fara upp á Suðurlandsbrautina og hjóla á götunni. Það var nefninlega ekki búið að moka stíginn minn.
Hringdi í Reykjavíkurborg og kvartaði. Var bent á að hjóla frekar meðfram Miklubrautinni því hún sé á forgangi með mokstur. Leiðin mín er næst þar á eftir. En mína leið hef ég farið því hún er styst og létt (þ.e. fáar brekkur), Miklubrautarleiðin er 2 km lengri plús hærri brekkur í báðar áttir.
Sá ekki nema 1 hjólreiðamann á leiðinni en för eftir a.m.k. 2.
4. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
2 ummæli:
Gott hjá þér að kvarta....sem ég reyndar held að sé ekki alveg þinn stíll Bjarney mín :)Góða helgi :)
Ég held að Auður þekki nokkuð vel hana Bjarneyju mína, ekki satt?
Það er svo dásamlegt að yfirvöld tala stanslaust um hve mikilvægt sé að hvetja fólk til að stunda umhverfisvæna tilburði, s.s. að minnka notkun ökutækja, en þeir gera aldrei neitt sem raunverulega virkar. Ég get endalaust dáðs að þér Bjarney fyrir dugnað að hjóla til og frá vinnu. Gangi þér vel!
Skrifa ummæli