10. febrúar 2010

Hjólafréttir.


Hlaupadagbókin http://hlaup.com/ er góð síða til að halda utan um hreyfingu, hvort sem það er hjól eða hlaup.

Allt síðasta ár skráði ég inn þau hlaup og hjólaferðir sem ég fór með Garmin græjuna á arminum. Það er hægt að sjá farnar vegalengdir yfir allt árið (eða einn og einn mánuð) og ég er stollt að segja að á síðasta ári var ég í 8. sæti kvenna sem skráðu inn hjólaferðir sínar (sjá meðfylgjandi mynd).
Árið 2009 hjólaði ég samtals 2.148 km og hljóp 116. Ætli ég nái að bæta við mig í ár?

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Þetta er glæsilegur árangur mín kæra sannfærður um að nýtt met fellur á þessu ári.

arnid65 sagði...

Flott er það. Áfram svona.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...