13. apríl 2010

Hjólafréttir - nýtt fjöldamet ársins

Sá 13 hjólreiðamenn í morgun.
Er að sjá sum andlit frá síðasta ári aftur og er gaman að því. Menn farnir að draga fram hjólin enda er veðrið einstaklega gott til hjólreiða nú um stundir.
Nú er spurning hvort óhætt sé orðið að taka nagladekkin undan hjólinu? Ætla að bíða aðeins því það er verið að spá kulda um næstu helgi þó ekki geri þeir ráð fyrir frosti hér á suðvesturhorninu.

1 ummæli:

abelinahulda sagði...

Seig ertu kona góð að hafa hjólað svona meira og minna í allann vetur. Það er ótrúlega miklu skemmtilegra þegar fleiri eru á ferðinni á hjólum. Til dæmis fannst mér alltaf æðislegt þegar átakið "Hjólað í vinnuna" hófst, því þá var allt í einu allt krögt af hjólafólki. Mikil stemmning og skemmtileg.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...