11. apríl 2010

Hitt og þetta

Nýja fína rúmteppið sem tengdamamma saumaði handa okkur. Þið afsakið myndgæðin.

Fór út í gær og réðst á skriðsóleyna sem er í innkeyslunni á mörkum lóðanna. Get ekki annað en dáðst að dugnaði þessarar plöntu sem er ansi klók að koma sér fyrir. Var u.þ.b. klstu úti og náði að reita þennan flekk sem sést hér á myndinni. En sóleyin blessuð er út um allan garð hjá okkur svo það verður töluverð vinna að uppræta hana.



Hér er svo mynd af nóvemberkaktusinum í vinnunni minni sem ég var svo leið yfir að blómstraði ekki fyrir síðustu jól. Svona leit hann út þegar ég kom í vinnuna aftur eftir páskafrí.

2 ummæli:

skandala sagði...

Einu sinni náði ég að uppræta skriðsóley í gömlum garði. Besta ráðið var að sjá um að ræturnar þornuðu, þess vegna rakaði ég moldina í beðunum þegar veðrið var þurrt. Þá náði hún ekki að halda lífi.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Takk fyrir þetta ráð. Ætla að prófa það á nokkrum stöum. Það mun létta mér lífið ef það virkar.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...