26. september 2010

Hjartadagshlaupið


Í morgun hlupum við pabbi í Hjartadagshlaupinu 5 km. Það var rok og rigning allan tímann. Til að byrja með var vindurinn í bakið, svo á móti en endaði sem meðvindur.
Við fórum þetta á 36 mín skv. minni garmin græju en ég er ekki búin að sjá úrslitin og hvaða tíma við erum skráð með þar. Myndin er tekin fyrir hlaupið og Kristinn er þarna með okkur en hann hljóp 10 km.


Það var nú bara þónokkur hópur að hlaupa þrátt fyrir veðrið og ég er mjög ánægð með að hafa farið með pabba í þetta. Það er svo ótrúlega gaman að hlaupa í svona hlaupum. Þegar ég hef verið að puðast þetta ein í hverfinu eru 3 km alveg meira en nóg. Og þess vegna m.a. svaf ég frekar illa í nótt þar sem ég taldi mig varla geta hlaupið þetta í dag og í þessu veðri. En það er bara allt annað að hlaupa með einhverjum.
En ég verð samt að viðurkenna að núna er ég ansi orkulaus og ekki til í mikið erfiðara verkefni en að sitja í sófanum og prjóna.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...