31. desember 2010

Kerra fyrir hjólið

Elías smíðaði kerru til að tengja við hjólið mitt. Mamma og pabbi eru með hana í prufukeyrslu núna, eru búin að fara út í búð og kaupa í matinn og fleira. Hafa komið með ýmsar ábendingar um betrumbætur, sem er gott að fá.

Einn kosturinn við þessa kerru er að hún tekur lítið pláss í geymslu, en hún leggst saman. Þ.e. dekkið og armurinn leggjast inn á kerruna þegar hún er ekki í notkun og það fer ótrúlega lítið fyrir henni.

Hugmyndin að kerrunni kom frá mömmu og pabba því þau eru að plana að hjóla hringinn næsta sumar. Þá þurfa þau meiri farangur með sér og kerra sem dregin er eftir hjólinu gæti verið góður kostur. Þau báðu Elías um að leita eftir notaðri kerru á netinu, því svona kerrur kosta töluverðan pening nýjar út úr búð. Elías fór að leita, en fann ekki notaðar til sölu en sá hinsvegar margar gerðir og útgáfur af svona kerrum og taldi sig vel geta smíðað eina slíka. Svo hann gerði það og þetta er afraksturinn.

9. desember 2010

Vika

Nú fer þetta allt að koma, bara vika þar til Hrund kemur heim.

Það hefur verið nóg að gera í kór-stússi þessa dagana, svona af því að í augnablikinu er ég að syngja í tveimur kórum. Á sunnudaginn var aðventusamkoma í Áskirkju. Svo á þriðjudag var kóræfing þar og í gær kóræfing hjá Fílharmóníunni. Í kvöld verður líka æfing hjá Fíló, en ég kemst ekki þá og en ég fer á laugardagsæfinguna. Svo á sunnudagskvöldið eru fyrri tónleikarnir. Ég hlakka til að heyra þetta allt koma saman með einsöngvara og hljóðfæraleik. Þetta verða örugglega skemmtilegir tónleikar. En það verðu líka gott þegar þessi törn er búin.

2. desember 2010

Tvær vikur.

Eftir nákvæmleg tvær vikur verður Hrund komin heim til okkar í jólafrí. Þá verður hægt að fara að baka piparkökur. En við verðum að finna kasettutæki til að geta spilað aðal-jólalögin sem eru á spólu.

Í nótt dreymdi mig að ég var að labba heim með einhverjum, líklegast útlendingi og það hafði snjóað töluvert. Og ég hlakkaði svo til að komast heim til að moka snjóinn.

Í gær gleymdi ég að vökva Írsku jólakökuna, hún fékk því tvöfalldan skammt í dag :)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...