9. desember 2010

Vika

Nú fer þetta allt að koma, bara vika þar til Hrund kemur heim.

Það hefur verið nóg að gera í kór-stússi þessa dagana, svona af því að í augnablikinu er ég að syngja í tveimur kórum. Á sunnudaginn var aðventusamkoma í Áskirkju. Svo á þriðjudag var kóræfing þar og í gær kóræfing hjá Fílharmóníunni. Í kvöld verður líka æfing hjá Fíló, en ég kemst ekki þá og en ég fer á laugardagsæfinguna. Svo á sunnudagskvöldið eru fyrri tónleikarnir. Ég hlakka til að heyra þetta allt koma saman með einsöngvara og hljóðfæraleik. Þetta verða örugglega skemmtilegir tónleikar. En það verðu líka gott þegar þessi törn er búin.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...