28. janúar 2012
Hjólað í vinnuna miðvikudaginn 25. janúar 2012
Það hefur snjóað ansi mikið núna í janúar. Nú þegar hef ég hef ég 3x sleppt því að hjóla í vinnuna vegna veðurs eða færðar. Spurningin er oftast þessi: Get ég treyst því að búið er að skafa stíginn? Ef ekkert eða illa er skafið þá kemst ég ekki áfram á hjólinu. En hinsvegar ef það er búið að moka þá er lítið mál að hjóla.
En sem sagt miðvikudaginn 25. janúar hafði snjóað um nóttina og það var pínu streð að komast út götuna hjá mér og upp á Langholtsveginn. En stíguinn niður Alfheimana var allt í lagi og svo mætti ég moksturtæki miðjavegu niður stíginn svo eftir það var dásamlegt að hjóla.
Svo komst ég á stíginn við Suðurlandsbrautina en hann er í forgangsmokstri. Vinnuvélarnar höfðu greinilega farið snemma af stað um morguninn því stígurinn hafði verið skafinn (ég var á ferðinni um kl. 7.30), en þar sem það snjóaði ennþá þá var komið u.þ.b. 4cm lag af snó á stíginn. Það svo sem kom ekki að sök.
Hér er svo fyrsta myndin sem ég tók á leiðinni (og þið verðið að afsaka myndgæðin en myndirnar eru teknar á símann minn). Ég hafði lagt snemma af stað því það tekur lengri tíma að hjóla í snjónum og ég vildi líka vera undir það búin að færðin væri misjöfn. En hérna stóðst ég ekki mátið að smella af því gatnamótin voru svo óvenjulega vel skafin. Engin hraukar neinstaðar að sjá og unun að hjóla yfir.Þetta er svo stígurinn sem tók við og greinilegt að gatan var skafinn eftir stíginn því snjórinn af götunni hefur farið yfir stíginn. Það er ákaflega ergilegt þegar það gerist. Þetta sést betur á næstu mynd.Á næstu mynd er ég stödd við Kringlumýrarbrautina á leiðinni niður að Sæbraut. Og hér er dæmi um ákaflega illa unnið verk. Hér mætast tveir stígar og það hefur verið mokað af stígnum hægramegin yfir stíginn hjá mér. Stundum er eins og það vanti að menn átti sig á því hvers vegna verið er að skafa stígana.Svo eru það þessi leiðinda hindrunarbrautir sem búið er að koma fyrir við allt of mörg gatnamót. Tækin greinilega komast ekki í gegnum hindrunina og þess vegna safnast snjórinn það fyrir og eina leiðin er að teyma hjólið í gegnum.En svo tók við ákaflega skemmtileg sjón. Einhverjir höfðu leikið sér að því að búa til snjókarla við eitt listaverkið sem stendur við Sæbrautina og þetta eru stærðarinna karlar.Og hér er sjálfur Múmín snáðinn. Þessa mynd tók ég á leiðinni heim.Það hafði snjóað mest allan daginn og líka blásið svo snjóinn skóf í öldur á stíginn við Sæbrautina sem greinilega hafði ekki verið skafinn aftur. En það er eitt helsta vandamálið við vetrarhjólreiðarnar að ekki er skafið aftur yfir stígana þrátt fyrir að það snjói yfir daginn. Svo þó ég komist auðveldlega í vinnuna að morgni þá get ég ekki treyst því að komast eftir sömu stígum heim aftur, eins og var raunin þennan dag og ég teymdi hjólið að Aktu-taktu þar sem Elías kom og sótti mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli