2. janúar 2012

Hjóla- (og skokk) árið 2011

Á árinu hjólaði ég a.m.k 2.897 km og var 187 klst og 48 mínútur að því. En ég skráði ekki niður styttri snattferðir sem ég fór hjólandi.

Eins og í fyrra þá taldi ég og skráði hjá mér þá hjólreiðamenn sem ég sá á morgnana þegar ég hjólaði til vinnu. Og af því tilefni ætla ég hér að setja inn samantekt um þær tölur. Talning á sér stað milli kl. 7:30 og 8:00 þá virka daga sem ég mæti til vinnu. Yfirleitt hjóla ég meðfram Sæbrautinni frá Holtagörðum og að Hörpu og þaðan upp á Skólavörðustíg.

Mesti fjöldi hjólandi sem ég sá á einum morgni voru 32 þann 27. maí. og 12. júlí. Það er nákvæmlega helmingi færri en fjöldametið árið 2010 en almennt sá ég fleiri hjólandi á hverjum degi allt árið.

Að meðaltali sá ég þetta marga hjólreiðamenn á morgnana hvern mánuð:
Janúar – 5 á dag
Febrúar - 5 á dag
Mars - 3 á dag
Apríl - 6 á dag
Maí - 18 á dag
Júní - 10 á dag
Júlí - 11 á dag
Ágúst - 12 á dag
September - 12 á dag
Október - 8 á dag
Nóvember - 5 á dag
Desember - 2 á dag.

Bara í desember kom dagur þar sem ég sá engan hjólreiðamann á leiðinni.
Þeir voru 13 dagarnir sem ég mætti til vinnu en var ekki á hjóli, þar af hef ég merkt 5 vegna veðurs eða færðar. Hér tel ég ekki með að ég gat ekki hjólaði í næstum viku eftir að ég féll af hjólinu og meiddist á öxl (framhjólið lenti í niðurfalli sem var of djúpt og það sást ekki út af snjó. Reykjavíkurborg hækkaði niðurfallið eftir að ég lét þá vita).

Lengst var ég 37 mínútur í vinnuna (venjulegu leiðina sem er 5,7 km). Fljótust var ég rétt rúmar 15 mínútur þessa sömu leið það var 29. júlí og má gera ráð fyrir að ég hafi haft góðan meðvindi.

Samtals hjólaði ég 232 daga af árinu (þarf af 203 til og frá vinnu og smá skottúrar ekki taldir með). Að meðaltali hef ég þá hjólað 12,5 km í hverri ferð.

Síðan var ég eitthvað að berjast við að hlaupa. Mér finnst ekki eins gaman að hlaupa eins og að hjóla, en samt er gaman að finna hlaupaþolið bætast með hverju skiptinu sem maður drífur sig út. Á árinu 2011 hljóp ég samtals 140 km. Ég byrjaði hægt og rólega í mars og hljóp svo 5 km í kvennahlaupinu 4. júní og endaði síðan mitt hlaupa ár á því að hlaupa 10 km á 1 klst og 4 mín í Reykjavíkurmaraþoninu þann 20. ágúst og er bara nokkuð sátt við þann árangur.

Þessar upplýsingar get ég nálgast vegna þess að ég skrái allar mínar hjólaferðir og hlaup inn á síðuna http://www.hlaup.com/ og hún býður upp á og heldur utan um svona tölur fyrir mann. Með smá reikni kúnstum getur maður svo fundið út hitt og þetta í tengslum við það. Frábær síða að mínu mati.

Hér er svo tafla með ýtarlegri upplýsingum varðandi talningu á fjölda hjólreiðmanna á morgnana. Athugið að í júní var ég í þriggja vikna fríi frá vinnu og því er heildarfjöldi hjólandi ekki mikill þann mánuðinn.





Og að lokum

Smellið hér og sjáið samantektina fyrir árið 2010: http://skobara.blogspot.com/2011/01/hjolaari-2010.html

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Virkilega skemmtilegt og fróðlegt.
Ég man að ég heyrði af einhverjum sem tók saman veðrið (hvort hann lenti í regni o.þ.h.) veistu nokkuð um það? og hvort þær upplýsingar séu aðgengilegar?
kv,
D

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Takk :)
Varðandi veðrið þá væri áhugavert að vita það líka, en ég þekki ekki til þess hvar hægt er að fá slíkar upplýsingar.

Nafnlaus sagði...

Skemmtileg tölfræði :)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...