4. júlí 2012

Hjólað í Bolzano/Bozen

Kór Áskirkju skellti sér til Ítalíu. Einn daginn leigðum við Elías okkur hjól og hjóluðum um bæinn. Það var glampandi sól og 35 stiga hiti, okkur fannst vera helst til of heitt en það er alltaf gaman að hjóla.

Fyrsta myndin er tekin í iðnaðarhverfi og er umhverfið mjög ódæmigert fyrir Bolzano þar sem almennt ríkir fegurðin ein.

Á næstu myndum er umhverfið dæmigerðara.  Bolzano hefur þá sérstöðu á Ítalíu að mér skilst að vera með þessa hjólastíga.  Þeir liggja þvers og krus um bæinn og eru mjög góðir.  Þeir liggja líka út fyrir bæinn og við sáum marga hjólandi þegar við sátum í rútu milli staða.


Á þriðju myndinni er nýlistasafnið í Bolzano.  Önnur brúin er fyrir hjól og hin fyrir gangandi.  Þarna er greinilegt að það er útlitið sem skiptir máli því brýrnar liggja báðar í sveig með óþarfa brekku, en þær eru óneitanlega fallegar.

Hér er svo næstum því teikning af hjólaleiðinni, en ég gleymdi í byrjun að ég væri með garmininn á mér og svo af og til gleymdist að kvekja á honum aftur eftir stopp. 

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...