2. nóvember 2012

Óveður.

Óveður gengur nú yfir allt landið og björgunarsveitir um allt land standa í ströngu að bjarga því sem bjargað verður.

Litla gróðurhúsið mitt sem sett var upp í sumar var ekki að höndla veðurofsan og hafa plastplöturnar flokið af því.  Flestum þeirra bjargaði nágranni okkar og setti inn í skúr hjá sér (mikið en nú gott að eiga góða  nágranna).

Veðrið á ekki að ganga niður fyrr en annað kvöld en það náði hámarki á hádegi í dag. Við hér á suðvesturhluta landsins erum þó enn laus við snjóinn en annarstaðar á landinu er all á kafi í snjó.

Svo eru hér myndir teknar á vef Vegagerðarinnar.  Rauðuhringirnir á efri myndinni tákna vind sem er meiri en 20 m/s.  Á neðri myndinni sést færð á vegum landsins (eða á maður ekki frekar að segja ófærð).

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...