Það er sprungið á afturdekkinu enn eina ferðina. Ég er nú þegar búin að setja 3 bætur á slönguna og ætla því í dag að setja nýja slöngu í dekkið. Mig grunar þó að dekkið sjálft sé sökudólgurinn þó ég finni ekkert innan í því sem stingst út, en af því götin á slöngunni eru öll á næstum sama stað þá gefur það ansi sterka vísbendingu. Þetta er líka fjórði veturinn sem þessi nagladekk fara undir og þau eru aðeins orðin lúin.
Í morgun byrjaði ég á því að pumpa í afturdekkið og vona að það mundi duga langleiðina í vinnuna því það virtist leka hægt úr dekkinu (pumpaði í dekki í gær áður en ég hjólaði heim og það hélt alla leiðina). Núna hjólaði ég styðstu hugsanlegu leið í vinnuna (eftir Suðurlandsbraut og Laugarvegi) og náði u.þ.b. hálfa leið áður en mesta loftið var farið úr dekkinu.
Á leiðinni sá ég 18 á hjóli þar af 4 drauga sem ég kalla en það eru þeir sem eru ljóslausir og ég kem ekki auga á endurskynsmerki. Langflesti hinna voru í fullum skrúða með ljós bæði framan og aftan og í endurskynsvestum sem að mínu mati eru öfgar í hina áttina, en við virðumst vera svolítið annaðhvort eða hér á þessu landi.
En mér þótti ánægjulegt að sjá hversu margir voru annaðhvort hjólandi eða gangandi. Veðrið í dag er mjög ákjósanlegt, þurrt, 4°c og ekki mikill vindur. Veturinn hefur verið mildur enn sem komið er hér á höfuðborgarsvæðinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Smá leiðrétting, þetta er fimmti veturinn sem ég nota þessi dekk.
Skrifa ummæli