6. apríl 2013

Ræktun

Alltaf finnst mér jafn dásamlegt og undursamlegt að sjá plöntu vaxa upp af fræi.

Þann 10 mars setti ég fræ í sáðmold.  Þetta var blómkál, spergilkál, rófur og 4 tegundir af sumarblómum.
14. mars tek ég eftir því að sprotar eru farnir að gægjast upp úr moldinni og 17. mars tek ég þessa mynd.


23. mars (tveimur vikum eftir sáningu) dreifsetti ég kálið og eina tegund af sumarblómum.  Bæði átti ég ekki meiri mold og svo var ekkert farið að spretta hjá tveimur tegundum af sumarblómum.  Ég hreinlega hélt að það mundi ekkert spretta þar fyrst ekkert var komið en hélt þó áfram að vökva og halda í vonina.

Í dag (6. apríl) tók ég svo þessar myndir.  Efst er kálið.  Í miðjunni eru sumarblóm, þetta stóra er skjaldflétta sem er mjög svo fallegt blóm og neðst er meira kál og sumarblóm.







Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...