30. apríl 2013

Apríl 2013


Hjólaði samtals 294 km í mánuðinum, 190 km til og frá vinnu og 104 km í aðrar ferðir.
Fór 17 af 20 vinnudögum á hjólinu til vinnu og var í orlofi þessa  3 daga sem uppá vantar.
Sá að meðaltali 12 á hjóli á leið minni til vinnu. Mest voru það 17 og minnst 3 en þann dag var ansi hvass vindur.

Ég er enn á nagladekkjunum og enn á báðum áttum hvort það borgi sig að taka þau undan strax.  Það er kalt og hætta á hálku, en hefur þó verið þurrt að mestu.  Ætla að sjá til í nokkra daga í viðbót.
Garmin græjan mín hætti að virka í mánuðinum og tókst ekki að koma henni í gang aftur svo ég er farin að nota símann og forrit sem heitir endomondo til að halda utan um það sem ég hjóla.
Ég nota hjólið að mestu sem samgöngutæki.  Það er helst á sumrin að ég fer í hjólatúra þar sem tilgangurinn er ekki aðallega fólginn í því að komast á ákveðinn stað á ákveðnum tíma.  Enn eru "aðrar ferðri" hjá mér aðallega tengdar kórastarfi.  Með batnandi færð, veðri og aukinni birtu þá hjóla ég frekar þangað sem ég þarf að komast og skil bílinn eftir heima.
Svo er hér smá samanburður milli mánaða og ára á fjölda hjólandi sem ég tel á leið minni til vinnu á morgnana.

 
Þessir fjórir mánuðir eru kannski ekki mjög samanburðurhæfir þar sem verðurfar er ansi misjafnt eftir árum.  T.d. var janúar í fyrra (árið 2012) nokkuð snjóþungur og febrúar sama ár töluvert vindasamur. En veður mikið mildara í ár þó það hafi komið nokkrir hvellir.  Á leið minni eftir stígnum við Sæbraut virðast vera ríkjandi áttir mér í vil, þ.e. ég er oft með meðvind á morgnana og líka á heimleiðinni.  Þegar hingsvegar vindurinn er mjög kröftugur á móti mér þá vel ég að fara inn í hverfin og ef mér líst sérlega illa á veðrið fer ég meðfram Suðurlandsbrautinni, sú leið er stutt en ekki eins skemmtileg að hjóla eins og Sæbrautin að mínu mati.
Verið er að gera hjólastíg meðfram Suðurlandsbrautinni og fer þeim framkvæmdum vonandi að ljúka.  Verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...