6. maí 2013

Nagladekkin komin í sumarfrí.

Skipti yfir á sumardekkin laugardaginn 4. maí. 
Fór svo í kvennasamhjól frá Erninum á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur á sunnudag með dætrum mínum, móður og mágkonu.  Veðrið var yndislegt, glampandi sól og ekki mikill vindur (þó hann væri napur þegar hann blés á móti).  Um 120 konur tóku þátt og allt gekk að óskum, þó við hefðum reyndar næstum misst af hópnum snemma þá var seinnihlutinn, frá Hörpu (þar sem safnast var saman aftur) farinn meira í samfloti.  Þá var búið að skipta hópnum upp í þær sem fóru lengri leiðina (26 km) og okkur sem fóru styttri vegalengd eða tæpa 19 km.
Það vildi svo skemmtilega til að hóparnir náðu saman alveg í lokin.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...