1. september 2014

Hjólað í ágúst 2014

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 242 km, þar af 125 km til og frá vinnu og 117 km annað.  
Hjólaði 11 af 20 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, tók 9 orlofsdaga.
Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu og 24 frá vinnu. Mest taldi ég 26 til vinnu og 43 á heimleiðinni (en þá hjólaði ég meðfram Miklubrautinni en ekki Sæbraut eins og venjulega).  

Inn á endomondo hjá mér vantar einn hjólatúr sem ég fór með mágkonu minni frá Grafarholti og upp í Mosfellsbæ og til baka í gegnum golfvöll í rétt hjá Korpúlfsstöðum.  En ég gleymdi símanum heima (sem sér um að taka upp hjóleríið mitt).




Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...