3. október 2014

Fagur morgun

Fegurðin nær þó engan vegin að skila sér í þessari mynd.  En öll leiðin til vinnu í morgun var eitt  listaverk sama hvert var litið.  Sjórinn hvítfyssandi, birtan, glampinn af sólaruppkomunni á húsunum.  Allt var fagurt.  En í morgun var mótvindur og það var svolítið puð að komast í vinnuna (mér fannst það nokkuð fyndið eftir að hafa skrifað í gær langan pistil um hvernig ég er eiginlega alltaf með meðvind).  En maður hefur ekkert nema gott af áreynslunni og roðinn í andlitinu hjaðnar eftir smá stund.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...