1. október 2014

Hjólað í september 2014

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 297 km, þar af 235 km til og frá vinnu og 62 km annað.  
Hjólaði 21 af 22 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, tók 1 orlofsdag.
Sá að meðaltali 16 á hjóli á dag til vinnu og 15 frá vinnu. Mest taldi ég 25 til vinnu og 34 á heimleiðinni.  

Tvo síðustu daga september komu lægðir upp að landinu með roki og rigningu (fólk beðið að festa lausa hluti).  En ég hjólaði samt (skoðaði www.belgingur.is til að sjá vindátt), fór leið sem er skjólbetri og styttri en Sæbrautin þ.e. í gegnum Laugardalinn og svo Suðurlandsbraut-Laugarvegur.  Fékk ég þennan fína meðvind báða dagana.  Sá þó ekki nema einn annan á hjóli fyrri daginn, 29. sept (um morguninn).

Hér má sjá samanburð milli ára á meðtaltali talninga á hjólandi* sem ég tel fyrir hvern mánuð.




Hér eru tölur frá endomondo.  Inni í þessu er líka labb (þó ekki mikið, ég er greinilega meira fyrir það að hjóla).  En þetta eru tölur frá því ég byrjaði að skrá hreyfingu mína hjá þeim.

* Á morgnana tel ég alla sem ég sé á hjóli á meðan ég hjóla til vinnu og skrái hjá mér. Finn svo út meðaltal fyrir hvern mánuð og það eru tölurnar sem birtast í línuritinu. Ég er á ferðinni milli 7:30 og 8:00 og fer lang oftast meðfram Sæbrautinni en á þó líka til að fara um Laugardalinn og meðfram Suðurlandsbraut og Laugarvegi og örsjaldan meðfram Miklubraut.

 Bætt við 7.10.2014:

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...