6. maí 2015

Fyrsti dagur átaksins Hjólað í vinnuna

Og fjöldamet ársins slegið á fyrsta degi, sá 33 á hjóli í morgun.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér:  Hjólað í vinnuna

Ég tek ekki þátt í ár og hef ekki gert síðan 2009 að ég held, þó ég hjóli til og frá vinnu alla daga allt árið um kring.  Aðstæður eru þannig að samstarfsmenn eru lang flestir í vaktavinnu á 12 tíma vöktum og fæstir búa það nálægt vinnustaðnum að þeim finnist það heppilegt að hjóla.
En ég er mjög ánægð með þetta átak og er ekki í nokkrum vafa um að það hafi hjálpað mögum að yfirstíga fordóma gagnvart hjólreiðum (fordómar s.s. að ekki sé hægt að hjóla hér vegna veðurs, eða það eru of margar brekkur) og hafa séð að veðrið er alltaf verra þegar þú situr inni í bíl, maður er fljótur að hjóla sér til hita sé kalt úti (og lærir fljótt hvernig best er að klæða sig).
Nú er spennandi að sjá hvort fjöldametið verði aftur slegið næstu daga.


Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...