Þriðji vinnudagurinn á nýjum stað. Vegalengdin 12,7 km sem er 7 km lengri leið en ég hjólaði áður til vinnu og frá. Ég finn vel fyrir því. Er mjög svo orkulaus eftir vinnudaginn en treysti því að ég þurfi aðeins að ná upp betra þreki og þoli. Ég hef prófað nokkrar útfærslur af leiðinni og held ég sé búin að finna skástu leiðina. Þetta er svolítið mikið upp í móti á morgnana og þá niður í móti á heimleiðinni (sem er gott því ég er ferskari fyrst á morgnana).
Í morgun var mótvindur og ég fór nokkuð strembna leið (þ.e. langar brekkur) og ég tók hressilega á því. Sú leið er ágæt til að fara heim en ég held það borgi sig að sleppa síðustu brekkunni og taka frekar aðeins krók á morgnana.
Ég þarf að hjóla u.þ.b. 4 km á þjóðvegi 1 sem er ekki góð skemmtun en sem betur fer er góð vegöxl. En ég vildi svo gjarnan geta sleppt síðustu 5 km og spurning hvort maður reyni ekki að finna leið til að það sé hægt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli