2. janúar 2017

Hjólaárið 2016

Hjólaði samtals 3.610 km á árinu.  Mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.868 km og 742 í aðrar ferðir.  En ég hjólaði 202 af 251 vinnudögum ársins.  Af þessum 49 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 7 vegna ófærðar eða veðurs, 2 vegna veikinda og restin er svo orlof eða aðrar ástæður.

Á miðju ári flutti vinnustaðurinn minn úr miðbænum og upp á Hólmsheiði og lengdist vegalengd til vinnu úr tæpum 6 km í u.þ.b.12 km. Það tók mig nokkurn tíma að finna bestu leiðina þarna uppeftir og voru fyrstu ferðirnar eitthvað lengri, en nú tel ég mig hafa fundið hana.  Þetta er nokkuð upp í móti á morgnan og er meðalhraðinn á þá13 til 14 km/klst en á heimleið 15 til 17 km/klst.




Þegar myrkrið skall á hætti ég að hjóla alla leið í vinnuna og lét mér nægja að hjóla upp að Olís í Norðlingaholti (u.þ.b. 8 km leið) og fá far þaðan.  Seinnihluta desember hjólaði ég svo í Mjódd (4,5 km) og fékk far þaðan.

Hér er mynd og tafla sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana (ég mæti til vinnu kl. 8) og samanburður milli ára.  Línuritið er af meðaltalstölum hvers mánaðar.




Árið í ár stendur út í okt., nóv. og des með fjölda hjólandi.  Líklega er það vegna þess að ég er að fara nýjar leiðir.

Hér er svo samanburður á vegalengdum sem ég hef hjólað milli ára (reyndar er eitthvað smá um labb þarna líka en það er ekki mjög mikið).


Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...