3. janúar 2017

Samanburður milli ára, fjöldi hjólandi

Mér til gamans ber ég hér saman fyrsta árið sem ég taldi og skráði niður þá sem ég sá á hjóli þá daga sem ég hjólaði til vinnu.

Hér er samanburðu á árunum 2010 (ljósblátt) sem er fyrsta árið sem ég skráði niður þá sem ég taldi og ársins 2016 (dökkblátt).
Í júlí árið 2016 fór ég að hjóla aðra leið og í allt aðra átt en áður svo tölurnar eru ekki alveg samanburðarhæfar með öllu.


þess vegna set ég hérna inn líka samanburð á árunum 2010 og 2015.  Þau ár var ég að hjóla svo til sömu leið, oftast meðfram Sæbraut, en stundum Suðurlandsbraut og af og til einhverjar útfærslur frá þeim tveimur leiðum.


Fyrir utan þetta ógurlega stökk sem verður í talningu í ágúst 2010 (sem ég hef ekki skýringu á) þá má vel lesa aukningu á hjólandi út frá þessum tölum.  Líka gaman að sjá hversu mikil áhrif átakið "Hjólað í vinnuna" hefur á fjölda hjólandi þó þeim fari fjölgandi í apríl líka.

Tala hvers mánaðar er sem sagt fundin þannig að á hverjum morgni skrái ég hjá mér hversu marga ég sé.  Eftir mánðuinn reikna ég út meðaltal hjólandi á hvern dag mánaðarins og það er talan sem fer í töfluna.

1 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Búin að finna ástæðuna fyrir hástökkinu í ágúst 2010 en þann mánuð sá ég einn morgunin 40 á hjóli (hjólahópur) og annan morguninn 29 á hjóli. Hvorutveggja óvenju háar tölur.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...