18. september 2017

Hjóla- og göngutúr.

Á laugardaginn fór ég með hjólið á verkstæði Hjólaspretts í Hafnarfirði þar sem það var keypt.
Það var kominn tími á uppherslu og ég ákvað í leiðinni að láta setja nagladekk undir (vonandi allt of snemma).  Ég tók því rólega og stoppaði af og til og tók myndir.

Fyrsta myndin er tekin við enda Langholtsvegar (Suðurlandsbraut) þar sem verið er að byggja fjölbýlishús fyrir eldra fólk að ég held. 

Hér er ég svo í undirgöngunum undir Reykjanesbraut (Sæbraut) við Sprengisand.

Síðan er það Kópavogurinn.  Þarna er ég að koma að Smáralindinni og er að velta fyrir mér hvaða leið ég á að fara.

Og ég held ég hafi valið þá erfiðustu því ég fór upp laaaaanga brekku.  Það hlýtur að vera hægt að hjóla þægilegri leið.  Þetta snapp var tekið þegar ég var komin langleiðina upp brekkuna.

Hér er ég hinumegin við hæðina, komin í Garðabæ (?) eða allavega á leiðinni þangað.  Við endann á stígnum eru undirgöng til vinstri og stígur til hægri sem ég fór.

Ég er ekki alveg sú besta í sjálfum, og þarna langaði mig að ná mynd af hjólinu líka, en það sést bara rétt svo í stýrið.

Hér er ég komin í Hafnarfjörð, rétt hjá IKEA.  Þessi stígur er flottur þar sem hann hlykkjast í gegnum hraunið.

Ég lenti svo í ógöngum við endann á hraunstígnum, þurfti að snúa við og fara þessa leið og hér er ekki gert ráð fyrir gangandi eða hjólandi.

Og núna var hjólið komið á verkstæði og ég hafði ákveðið að mig langaði að prófa að ganga til baka.   Þetta listaverk eftir Grím Marinó er við Fjarðarkaup.  Hef aldrei séð það héðanmegin frá.

Þetta skilti biður fólk um að sýna tillitsemi hvort til annars á stígunum.

Hér er ég aftur í Garðabæ, hafði valið ranga leið á stígnum sem liggur í hring og er hugsað fyrir hjól til að komast upp á göngubrúna yfir veginn.  Ég hefði átt að taka stíginn til vinstri, en það vissi ég ekki fyrir, en veit núna.

Fallegur lækur og brú við stíginn.

Byggingarsvæði í Garðabæ.

Kópavogur og æskuheimilið falið bakvið nýbyggingar (séð frá Árnarnesi)

Á stígunum í Kópavogi eru svona "bækur" á staurum hér og þar.

Hamraborg í Kópavogi, og nú var ég komin með nóg af labbi og hringdi eiginmanninn og fékk hann til að sækja mig.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...