5. desember 2020

 

Endomondo.  Forritið sem ég hef notað síðastliðin rúm 7 ár til að halda utan um hreyfinguna mína, aðalegga hjólerí er núna að hætta og ég hef fært mig yfir til Strava frá og með 1. desember 2020.

Við höfum átt góðar stundir saman og ég endomondo og hér er smá yfirlit.

Fyrsta skráning: 18. apríl 2013. 5,66 km – 21 mín og 6 sek – 16,1 km/klst meðalhraði.  Hjólað til vinnu.


Síðasta skráning: 29. nóvember 2020. 8,31 km – 38 mín og 54 sek – 12,82 km/klst meðalhraði.  Hjólað heim úr Kópavoginum, var í morgunkaffi hjá mömmu og pabba.



Í heildina hef ég ferðast rétt u.þ.b. hálfann hnöttinn á þessum tíma skv. þessari fínu mynd hér:


 

En ef ég tek bara samgönguhjólreiðar þá lítur þetta svona út:


En samgönguhjólreiðavalmöguleikinn var einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég valdi Endomondo í apríl 2013.  Á þessum rúmu 7 árum hef ég varið 1 mánuði, 17 dögum og 21 klst í að hjóla til og frá, aðallega vinnu en líka í heimsóknir, á tónleika og í verslanir.

Ég er ekki alveg eins dugleg að hjóla í hringi, þ.e. hjóla til að hjóla, en samt þetta er rétt rúm vika skv. þessari mynd:

Það kemur mér á óvart samt að ég hef gengið oftar og lengur en ég hef hjólað í hringi.  Mér finnst ég fara svo sjaldan út að labba.  En þetta er bæði samgöngulabb og líka labb í hringi.


Hér er annarskonar yfrlit eftir árum. Síðastliðin 3 ár hef ég verið að dunda við jóga æfingar og einnig verið duglegri að labba, eins og sjá má hér:



En nú kveð ég Endomondo og hef frá 1. desember síðastliðnum notað Strava. Vona að það verði farsæl samskipti í mörg mörg ár.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...