1. febrúar 2018

Hjólað í janúar frá árinu 2010 til og með 2018

Nú eru kaflaskil í mínu lífi.  Í gær lauk 20 ára starfi í fangelsunum á höfuðborgarsvæðinu.  Öll þessi ár hef ég hjólað til og frá vinnu, fyrst aðeins á sumrin en svo kom að því að mig langaði ekki að leggja hjólinu þegar kominn var vetur og þá voru keypt nagladekk undir hjólið.  Ég fór þá líka á kynningu á vetrarhjólreiðum hjá Fjallahjólaklúbbnum sem var fróðlegt og gott fyrir byrjanda að fara á.

Ég bý nálægt Laugardalnum og var lengst af að vinna niðri í bær.  Leiðin til vinnu 5 til 6 km eftir því hvaða leið ég valdi er mjög svo temmileg vegalengd.  Um mitt ár 2016 flutti vinnustaðurinn upp á Hólmsheiði og við það lengdist leiðin til vinnu um 100%.  Ég hjólaði til að byrja með alla leið.  En mér leið aldrei vel á þjóðveginum frá Norðlingaholti og svo eftir Nesjavallaleiðinni svo ég hætti að hjóla alla leið og fékk far frá Olís í Norðlingaholti og svo þegar vetraði hjólaði ég inn í Mjódd og fékk far þaðan.

En allan þennan tíma hef ég talið þá sem ég sé á hjóli og árið 2010 fór ég að skrá það hjá mér ásamt því að ég var farin að nota Garminúr til að halda utan um vegalengdir og slíkt.

Og af því að janúar var að ljúka þá hef ég tekið saman tölur sem ég á yfir janúar mánuði frá 2010 til og með 2018.

Fyrst er hér mynd úr excel-skjalinu mínu, þetta er janúar 2018:




Svo er hér tafla og samantekt yfir fjölda hjólandi sem ég sá á leið minni til vinnu á morgnana.  Ég mætti í vinnu kl. 8 og var því á ferðinni snemma morguns.



Og hér eru súlurit yfir það sama, fyrst heildartölur:


og svo meðaltal:


Og að lokum skráning yfir þá virku daga sem ég skildi hjólið eftir heima og hver ástæðan væri fyrir því.  Það kom mér verulega á óvart þegar ég fór að hjóla á veturnar hversu fáa daga ég mat það sem svo að veðrið eða færð væri of slæm til að hjóla.  Árið 2010 vantar hér inn þar sem ég var ekki farin að skrá hjá mér þá hversvegna hjólið var skilið eftir heima.





Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...