Hjólaði samtals 195 km í mánuðinum þar af 138 til og frá vinnu. Hjólaði alla vinnudaga mánaðarins.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 4 á hjóli, 1 á hlaupahjóli og 8 gangandi.
Fjóldamet hjólandi í mánuðinum er 8 á hjóli en fæstir voru 2.
Heildar talning í mánuðinum var: 94 á hjóli, 23 á hlaupahjóli og 162 gangandi.
Til gamans má geta þess að ég ók bíl 1x þennan mánuð (var farþegi í bíl líklega 4x).
Það er svo mikill misskilningur að það sé ekki hægt að hjóla í Reykjavík allan ársins hring. Sérstaklega núna þegar (a.m.k. það sem af er vetri) er hægt að treysta því að stígar séu snjóhreinsaðir skv. áætlun. Nú tala ég augljóslega aðeins um þá stíga sem ég ferðast um. En það er ekki svo mörg ár síðan að ég var alltaf tuðandi í borginni út af því að stígur sem átti að vera í forgang og búið að hreinsa áður en ég lagði af stað til vinnu var ennþá fullur af sjó og því illfær. Hjólaði einu sinni á Sæbrautinni af því stígurinn var gjörsamlega ófær, bæði gangandi og hjólandi því snjónum hafði verið rutt af götunni upp á stíginn. Ég hafði ekki gaman að þeim hjólatúr.Við höfum náð miklum framförum undanfarinn áratug og við ættum bara að bæta í og gera enn betur.
Svona lítur Strava hitikortið mitt út núna:
og það sem af er þessu ári:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli