4. maí 2023

Hjólað í apríl 2023

Hjólaði samtals 241 km í mánuðinum þar af 128 til og frá vinnu. Hjólaði alla 17 vinnudaga mánaðarins til vinnu. Páskarnir voru fyrripart mánaðarins. Svo snjóaði aðfararnótt 27. apríl, einmitt þegar ég var ný komin á sumardekkin. Fór þá á stóra hjólinu í vinnuna en það er ennþá á nagladekkjum.

Hjólaði 76 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 164 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 11 á hjóli, 3 á hlaupahjóli/rafskútu og 16 gangandi. 

Mest sá ég 20 hjólandi en minnst 5.


Myndir mánaðarins:

Fór með gler í grenndargám


Sótti dótí mosó á stóra hólinu



Sendi þessa mynd til borgarinna á ábendingasíðunni. Þarf að laga þetta


Fór með hjólið í dekkjaskipti í Hafnarfirði. Hér er verið að byggja undirgöng undir Arnarneshæðina, verður örlítið léttara að hjóla þarna þegar göngin eru tilbúin.


Og svo snjóaði


Svo fín hjólastæðin við Hagkaup


Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...