1. apríl 2023

Hjólað í mars 2023

Hjólaði samtals 247 km í mánuðinum þar af 161 til og frá vinnu. Hjólaði 21 af 23 vinnudögum mánaðarins til vinnu en náði mér í kvefpest og var heima í 2 daga.

Hjólaði 63 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 184 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 9 á hjóli, 1 á hlaupahjóli/rafskútu og 13 gangandi. 

Hér má sjá samanburð á því hvað ég sá marga á hjóli að meðaltali á morgnana á leið til vinnu
árin 2010, 2012, 2015, 2021 og 2023



Mest sá ég 14 aðra á hjóli og minnst 3. Tölurnar eru farnar að síga upp á við enda er færðin og veðrið að batna, sérstaklega seinni part mánaðarins.

Myndir mánaðarins. 

Í upphafi mánaðar var farið að sjá til birtu á morgnana og í lok mánaðar var orðið albjart.

Mynd tekin 3. mars kl. 07:28:

Mynd tekin 9. mars kl. 07:34:
Mynd tekin 20. mars kl. 07:36:
Það var nokkuð frost fyrri part mánaðar og þá voru stígar saltaðir og þess vegna er þessi svona hvítur
Fór í smá hjólatúr. Hjólaði í fyrsta skipti í gegnum þessi undirgögn. Fannst þau lág í loftinu og hafði á tilfinningunni að ég þyrfti að begja mig þegar ég fór inn í þau. Auðvitað þurfti ég þess ekki, en þau virka lægri en önnur göng sem ég fór í gegnum þennan sama dag:
Fossvogurinn fallegur í morgunstillunni:
Þetta eru nýju gögnin undir Bústaðarveg rétt við Elliðaárdalinn og þau voru ekki svona lág eins og hin:

Sótti ömmukút í leikskólann:
Þá var frekar kalt og sjórinn í klakaböndum að einhverju leiti:


Svo fallega lagðar rafskútur, gerist ekki svo oft og ég stóðst ekki mátið að stoppa og taka mynd
Framkvæmdir við Grensásveg-Suðurlandsbraut. Búið að fella öll trén sem voru þarna sem gerir umhverfið kaldara og dapurlegra. Vonandi koma einhver tré í staðin fyrir þau sem felld voru þegar framkvæmdum lýkur.


Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...