18. janúar 2006

Fjallaferð



Setti inn myndir af frækinni fjallaferð á hina síðuna mína sem farin var seinnipart síðasta sumars. Þetta var mjög svo skemmtileg dagsferð og verður vonandi endurtekin. Að sjálfsögðu fengu leiðangursmenn allar veðurtýpur og auðvitað var það þannig að þegar menn tóku sér göngu að þá fór að hellirigna. Þetta skemmtilega veður varð til þess að sumir urðu blauti og aðrir kaldir og enn aðrir blautir og kaldir. Til að sjá fleir myndir úr þessari skemmtilegu ferð smellið hér!

9 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Takk fyrir það, en einhverrahluta vegna koma myndirnar mjög bluraðar út á þessari síða hér. Hvar eru myndirnar frá Danmörku úr afmæli Daða og Iben, það væri gaman að sjá þær á hinni síðunni.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Málið er líklega það að ég kann ekki almennilega að setja inn þessar myndir þannig að varið sé í þær. Sú aðferð sem ég nota er að taka afrit af myndunum (af msn) og vista inn í tölvuna hér og þaðan skelli ég þeim hingað inn. Ef þú veist um betri aðferð láttu mig þá vita. En annars er um að gera að kíkja bara á hina síðuna mína.

Ósk um fleiri myndir verður tekin til athugunar.

Refsarinn sagði...

Glimrandi Bjarney. Fallegar myndir af fallegu fólki. Þegar þú skrifar inn textann er boðið upp á hnapp fyrir mynd innsetningu ef smellt er á hann færðu upp brows hnapp sem hleypir þér inn í tölvuna þína og allar fínu myndirnar sem þú átt.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

En segjum t.d. að ég finni flotta mynd á netinu sem ég vil setja inn á bloggið mitt. Hvernig fer ég að því? Er hægt að gera það án þess að afrita myndina fyrst inn á harðadiskinn hjá mér?

BbulgroZ sagði...

Hefði ekki getað útskýrt þetta betur minn kæri herra Refsari

Refsarinn sagði...

Ég hef valið þá leið að hægrismella og vista sem (save as). Eftir það er hægt að fara sömuleið og áður var lýst.

BbulgroZ sagði...

Hefði ekki geta lýst þessu betur minn kæri herra Refsari, en ég ætla samt að reyna; hægrismella, save-a myndina inn á my-pictures, sækja svo myndina þaðan þegar þú býrð til blogg með mynd.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Jæja kæru bræður. Ég varð svo pirruð yfir þessum svörum frá ykkur í gær að orð fá vart lýst. Hvernig haldiði að ég hafi sett inn þessar myndir sem nú eru?
Málið er bara það að ég er stundum að þessu bloggi mínu í vinnunni og hef ekki aðgang að frummyndunum og þarf að notast við myndirnar sem eru á msn síðunni og þar er búið að þjappa þeim og taka úr safann sem gerir þær skýrar og fallegar.
Þannig er nú bara það.

Refsarinn sagði...

Úbs...!
Afsakið

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...