Hafa fleiri tekið eftir því en ég hvernig heimurinn breytist þegar snjóar? Fólk fer allt í einu að heilsast á götum úti og menn verða næstum því kurteisir í umferðinni. Það er allt einhvernvegin öfugt.
Á hverjum vetri kvíði ég snjónum og kuldanum sem fylgir honum en þegar hann kemur þá er bara gaman. Ég elska að moka snjó. Verð að viðurkenna að ég er klikkaði nágranninn sem er komin út með skófluna um leið og fyrsta snjókornið fellur. Í morgun var sérstaklega gaman að moka. Snjórinn svona léttur en samt fullt af honum og enginn búin að trampa hann niður.
Hjólafréttir: Sá för eftir hjól í morgun á leið í strætóskýlið og einn hjólreiðamann við hjólaiðju á meðan ég beið eftir strætó. Verður þetta að teljast frétt þar sem snjórinn er a.m.k. 10 cm djúpur og ekki gott að athafnasig á þessum fákum við þær aðstæðum.
Strætófréttir: Strætó var 25 mín of seinn að sækja mig í morgun (ekki mikið að marka auglýsingarnar frá þeim þar sem þeir vildu meina að sá stóri guli komist alltaf leiðar sinnar). Vagninn var líka á frekar lélegum dekkjum að því er virtist. Átti í mesta basli við að taka af stað og stoppa.
Svolítið tuð: Svo skil ég ekki af hverju hann hleypir fólki ekki út strax þegar hann kemur að Hlemmi. Ég tek strætó númer S2 og Helmmur er hans endastöð, hann sem sagt kemur úr austurbænum niður Laugarveginn og að Hlemmi og þarf að fara hring framhjá Hlemmi til hægri á ljósunum við Snorrabraut og svo aftur til hægri á mótum Hverfisgötu og Snorrabrautar til að komast að sínu stæði. Einn og einn vagnstjóri hleypir fólki út strax þegar komið er að Hlemmi í fyrra skiptið, en flestir aka hringinn áður en nokkrum fær að komast út. Frekar asnalegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Þetta fannst mér skemmtileg lestning systir góð og ekki sakar að hafa á hraðbergi áætlaðan fjölda hjólreiðarmanna á hverjum degi. Mig hefur lengi grunað að þú værir klikkaði nágranninn en ekki að það tengdirs snjónum ;)
Jú ég man eftir Dóra Bjöss, alltaf búinn að moka, að vísu var það meira svona í seinni tíð því áður var hann kannski farinn á skafaranum sínum að riðja snjó. En já gaman að heyra þessa statiskik. Strætóbílstjorar eru nánungar með valdfíkn, þeim finnst þeir stjórna heiminum og það að geta ákveðið að hópur manna fari ekki út á einhverjum stað frekar en öðrum fær þessa gæja til að ja ég skal ekki segja hvað gerist innra með þeim. Þetta er mín tilfinning gagnvart strætóbílstjórum. Samanber stelpan sem gat ekki fengið skiptimiða af því það vantaði 5 kr upp á fargjaldið(gerðist í Kóp.strætó, 1993 c.a.) sá strætóbílstjóri er ekki til lengur, ég gekk í skrokk á honum :) fólk mætti veri miklu duglegra að ganga í skrokk á svona mönnum.
Ekkert nýtt í dag né í gær né á lau??
Hvað er að gerast hér!!?? Eins og Gúndý myndi orða það,
Schreiben mehr!! (isl. skrifa meir)
Skrifa ummæli