Þegar ég var í skóla var leikfimi sá tími sem ég kveið fyrir. Það sem ég hataði mest voru boltaleikirnir - fótbolti, handbolti, körfubolti, skotbolti... og fleiri slíkir leikir. Mér fannst hins vegar gaman þegar farið var í fimleika, klifra í köðlum og hanga eða ganga á slá eða eitthvað í þá veruna en að sjálfsögðu var það miklu, miklu sjaldnar en boltaleikirnir.
Þegar Hrund var yngri áttum við í mestu vandræðum með hana daginn fyrir leikfimidaga. Þá fékk hún magaverk og átti í vandræðum með svefninn.
Núna er það Eyrún. Reyndar ekki leikfimin heldur sundið. Og það skrítna er að hún er alltaf að suða um að fara í sund en þegar kemur að sundtímum þá er ekki lengur gaman. Og hún fær magaverk og á erfitt með að sofna kvöldið á undan.
Svo nú spyr ég, er þetta arfgengur andskoti?
Eða hef ég einhvernvegin smitað þessari tilfinningu yfir á börnin mín með framkomu eða einhverju gagnvart þessum tímum?
Nú hef ég nýlega áttað mig því að hræðsla við hunda er lærð hegðun hjá mér - því ég hef núna lært að vera ekki hrædd við hunda (guð blessi Discovery Channel). En áður en það kom til hélt ég að það væri í eðli hunda að bíta og með aganum einum væri hægt að hald þeim frá því, þess vegna mundu þeir (hundarnir) nota hvert tækifæri sem gæfist til að bíta mig ef eigendurnir pössuðu ekki upp á þá. Þessi hugmynd um hunda hlýtur að vera einhversstaðar frá komin og þar sem ég ólst ekki upp við hunda ... (foredrar mínir eru t.d. mjög hundahrætt fólk).
En nú velti ég fyrir mér er leikfimivanlíðanin líka lærð ???
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Sundkennsla í gömlu Kópavogslauginni birtast enn í dag sem martraðir af og til! Ég skil yngstu stúlkuna þína vel.
Láttu Discovery ekki blata þig systir góð. Hundar eru verkfæri andskotans.
Svona sundtímar geta verið strembnir, spurðu bara Daða litla...
Skrifa ummæli