27. mars 2006
Hjólafréttir
Á miðvikudaginn síðasta kom tengdapabbi með hjólin okkar úr geymslu. Í gær fór ég með hjólið mitt á bensínstöð og pumpaði í dekkin (af því að fína pumpan sem ég keypti mér virkar ekki nema bara stundum) og svona almennt athugaði hvort allt virkaði eins og það á að gera.
Í morgun hjólaði ég í vinnuna. Að sjálfsögðu var ískaldur mótvindur og þolið fyrir löngu farið, þurfti að fara niður í 3 gír upp smá brekku og meðalhraðinn hefur verið ca. 10 km/klst. (meðalhraðinn síðasta sumar var 15 km/klst).
Sá ekki nema 4 aðra hjólalinga á leiðinni og einn skokkara. Því miður var ég svo upptekin af því að hjóla að ég tók ekki eftir hitastiginu en finnst líklegt að það hafi verið nálægt frostmarkinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
4 ummæli:
Aahh hvað það er gott að fá hjólafréttirnar aftur : )Skemmtilegt þetta með meðalhraðann og þolið, hér eftir áttu eftir að sjá þá tölu fara upp á við í samræmi við aukið þol.
Og kraft úr kókómjólk :)
Já kókómjólkin. Ég hef nú samt ekki geta hugsað mér að drekka hana lengi. Við fengum hana alltaf í nesti í gamladaga - muniði? Það kom nokkrum sinnum fyrir að maður lenti á einni þykkri og súrri - jakk pjakk það var vont maður.
Ég á heimtingu á fleiri hjólafréttum!!
Skrifa ummæli