En samt er öskudagur.
Hvað var gert á öskudaginn í (mína) gamla daga? Ég man eftir öskupokunum og títuprónum sem hægt var að begja, það er ekki hægt að gera við títuprjóna nútímans þeir bara brotna. Ég man eftir að hafa saumað öskupoka og spennuni við að reyna að næla þeim í einhverja saklausa borgara. Líklegast hef ég þó aldrei haft áræði í annað en að næla þeim í mömmu og pabba í mesta lagi.
Ég á lítið minningarbrot af þessum degi úr Keflavíkinni. Þannig var að ég er í bíl með Melkorku og Þorkötlu og Siggi Þorkels var við stýrið. Ég man ómögulega hvert við vorum að fara nema það að Siggi þurfti að skjótast til að hitta einhverja menn. Það náðist að næla í hann poka áður en hann hljóp út úr bílnum og inn í eitthvað hús. Og Þetta fannst mér óumræðilega fyndið að þarna skildi skólastjórinn fara á fund með öskupoka hangandi á bakinu ha ha ha...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Þú ert dugleg að blogga og ég þarf ekki að skamma þig. Stóri bróðir og Skakklappi hafa verið skammaðir fyrir bloggleti. Sá yngsti ætti náttúrulega að vera flengdur fyrir sitt bloggleysi en hann er með lokað commentakerfi, enda styðst hann við einhvern bloggtækniviðbjóð frá keisaradæmi hins illa (Microsoft) sem heimtar persónuskilríki og DNA sýni ef maður vill commenta. Skammaðu hann fyrir það og fyrir að blogga ekkert.
Þetta er skemmtileg saga úr "sveitinni" (sorry Þorkatla og aðrir bronsarar) mig rámar eitthvað í hana : )
En tek undir orð Fjalars, það ætti að rassskella menn eins og hann Daða á almannafæri fyrir bloggleti.
Skrifa ummæli