26. apríl 2006

Raunasaga úr Vogunum


Var með einhver smávegis ónot í maganum í gær. Hélt að það væri kvíði því við Elías höfðum planað að fara í ræktina saman og þar sem við höfum aldrei gert nokkuð slíkt áður var ég kvíðin. Jæja við fórum en magaverkurinn ekki og það sem verra var að hann ágerðist.
Í framhaldi af því var kvöldið miður skemmtilegt og nóttin líka. Þessu öllu saman fylgdi mikill hiti og kuldi og almenn vanlíðan sem endaði í þeim hápunkti að kastað var upp. En vellíðanin sem kom þar á eftir er ótrúleg. Hitinn og kuldinn hvarf. Maginn hætti að kvarta. Mér fannst ég svífa, einungis fyrir þær sakir að vanlíðanin var horfin og svo náði svefninn yfirhöndinni.

Í dag er ég heima, enn með smávægileg ónot í maganum og þreytu í kroppnum því ég var alltaf að vakna í nótt. Fer líklegast ekki í ræktina í dag (fengum 3gja daga reynslupassa, sem ætlunin var að nýta).

2 ummæli:

ingamaja sagði...

æi greyið mitt, ertu komin með ælupest ofaná allt? þetta er alveg agalegt að heyra :(

BbulgroZ sagði...

Uss suss suss, ljótt er ef satt er...það er ekkert hættulegt við að fara í ræktina allavegana, en það er verra að fá magapínu a.m.k.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...