31. ágúst 2006
Það er svo leiðinlegt að sumarið er að vera búið. Auðvitað er haustið fallegur tími, en ég finn bara fyrir kvíða fyrir kuldanum og því að geta ekki lengur hjólað. En hver veit kannski er kemur smá meiri hiti til okkar í september.
Nú fer í hönd mikill afmælistími í minni fjölskyldu. Á sunnudaginn verður haldið æfmælisboð (eins og við skrifuðum óvart á boðskortin og enginn tók eftir) þar sem 15 stelpur (ef allar komast) verða samankomnar í litlu, litlu íbúðinni minni. Ef veður verður gott hendum við stelpunum auðvitað út í garð í leiki. En ef allt fer á versta veg og það rignir eldi og brennisteini þá verðum við inni. Svo það væri frábært að fá uppástungur um leiki (þetta eru 12 ára skvettur) eða þrautir sem þurfa ekki mikið pláss en eru ótrúlega skemmtilegir.
29. ágúst 2006
Að taka eftir því sem manni hentar.
Matvæla og/eða næringarfræðingar eru duglegir að senda frá sér upplýsingar um hvað er hollt fyrir mann og hvað ekki. Einnig eru blaðamenn duglegir að taka þessar upplýsingar og setja í dagblöðin. Þetta og hitt er krabbameinsvaldandi og það sem var heilnæmt og gott í síðustu viku er allt í einu orðið varasamt í dag og öfugt. Maður er löngu hættur að taka mark á þessum upplýsingum sem virðast fara hver upp á móti annari.
En í dag, loksins kom frá þeim eitthvað af viti. Í öllum dagblöðum sem ég fletti í dag var grein um það að te er í raun allra meina bót. 3-4 bollar á dag og þú getur hugsanlega komið í veg fyrir leiðindasjúkdóma. Sagt var að te-ið væri jafnvel betra en vatn!!!
Það er ekki af því að þessar upplýsingar henti mér...
En í dag, loksins kom frá þeim eitthvað af viti. Í öllum dagblöðum sem ég fletti í dag var grein um það að te er í raun allra meina bót. 3-4 bollar á dag og þú getur hugsanlega komið í veg fyrir leiðindasjúkdóma. Sagt var að te-ið væri jafnvel betra en vatn!!!
Það er ekki af því að þessar upplýsingar henti mér...
18. ágúst 2006
Ferðalag frh.
Sumarhús í Danmörku. Vorum 15 í þremur íbúðum í strandbænum Lökken. Veðrið lék við okkur og flestir brunnu smá, sumir þó meira.
Ég fór í fyrsta skipti á æfinni almennilega í sjóinn, hef alltaf verið vaðari - veit núna að það er svo miklu miklu skemmtilegra að vera á kafi og henda sér með öldunum. Verst hvað sjórinn bragðast illa.
Fårup sommerland. Ótrúlega skemmtilegur staður. Þar er þrautabraut sem er svo til endalaus, hjólabátar, allskonar tæki og leiksvæði. Við fórum í rússibanann sem var verið að byggja síðast þegar við komum þarna. Hann heitir Fálkinn og er svona svakalega skemmtilegur. Síðan er vatnaland, en við komumst ekki í það.
Dýragarðurinn í Aalborg. Alltaf gaman að sjá dýrin.
Hjörring þar sem hægt er að fá pizzu með eggi, baunum og ég veit ekki hverju á Ítölskum/Mexikóskum veitingastað.
Síðan París. Fyrst Disneyland þar sem við gistum á fínu hóteli þar sem börnin eru aðalatriðið og allt er svo glæsilegt og fínt. Og garðurinn sjálfur með milljón verslunum út um allt sem allar selja sama varninginn (líka ein á hótelinu). Mína mús, Mikki mús og Guffi skiptust á að heimsækja hótelið á morgnana og þá gátu börnin fengið eiginhandaráritun og mynd af sér með þeim.
Sundlaugin inni á hótelinu með þeirri furðulegustu búningsaðstöðu sem ég man eftir að hafa upplifað. Karlar og konur í sömu aðstöðu. Pínulitlir búningsklefar til að skipta úr fötum yfir í sundföt. Skápar til að setja fötin í, en enginn staður fyrir handklæði. Sameiginlegar sturtur sem mjög margir nýttu sér ekki. Sundlaugin var skemmtileg en yfirfull (útilaugin lokuð vegna veðurs).
Disneyland garðurinn er svo stór. Við sáum það eftir fyrsta daginn (3-4 klst labb út og suður) að við urðum að skipuleggja okkur. Ákveða hvað við vildum sjá og reyna - náðum c.a. 1/3 af því sem okkur langaði til. Sumt fráhrindandi vegna langra biðraða (þú getur keypt þér fastpass sem kemur þér fram fyrir í röðinni - annars hátt í klst bið).
Ætluðum okkur 2 daga inni í miðborg Parísar til að sjá og skoða það helsta. Vegna rigningar (þvílíkur úrhellir) hrökluðumst við heim á hótel fyrri daginn. Náðum samt einum yndislegum degi, skoðuðum Notre Dame og sáum Effelturninn. Áttuðum okkur á því daginn eftir þegar við biðum eftir flugi heim að það var brúðkaupsdagurinn okkar.
Nokkrir klukkutímar á Strikinu í Kaupmannahöfn áður en við flugum heim til Íslands.
Ég fór í fyrsta skipti á æfinni almennilega í sjóinn, hef alltaf verið vaðari - veit núna að það er svo miklu miklu skemmtilegra að vera á kafi og henda sér með öldunum. Verst hvað sjórinn bragðast illa.
Fårup sommerland. Ótrúlega skemmtilegur staður. Þar er þrautabraut sem er svo til endalaus, hjólabátar, allskonar tæki og leiksvæði. Við fórum í rússibanann sem var verið að byggja síðast þegar við komum þarna. Hann heitir Fálkinn og er svona svakalega skemmtilegur. Síðan er vatnaland, en við komumst ekki í það.
Dýragarðurinn í Aalborg. Alltaf gaman að sjá dýrin.
Hjörring þar sem hægt er að fá pizzu með eggi, baunum og ég veit ekki hverju á Ítölskum/Mexikóskum veitingastað.
Síðan París. Fyrst Disneyland þar sem við gistum á fínu hóteli þar sem börnin eru aðalatriðið og allt er svo glæsilegt og fínt. Og garðurinn sjálfur með milljón verslunum út um allt sem allar selja sama varninginn (líka ein á hótelinu). Mína mús, Mikki mús og Guffi skiptust á að heimsækja hótelið á morgnana og þá gátu börnin fengið eiginhandaráritun og mynd af sér með þeim.
Sundlaugin inni á hótelinu með þeirri furðulegustu búningsaðstöðu sem ég man eftir að hafa upplifað. Karlar og konur í sömu aðstöðu. Pínulitlir búningsklefar til að skipta úr fötum yfir í sundföt. Skápar til að setja fötin í, en enginn staður fyrir handklæði. Sameiginlegar sturtur sem mjög margir nýttu sér ekki. Sundlaugin var skemmtileg en yfirfull (útilaugin lokuð vegna veðurs).
Disneyland garðurinn er svo stór. Við sáum það eftir fyrsta daginn (3-4 klst labb út og suður) að við urðum að skipuleggja okkur. Ákveða hvað við vildum sjá og reyna - náðum c.a. 1/3 af því sem okkur langaði til. Sumt fráhrindandi vegna langra biðraða (þú getur keypt þér fastpass sem kemur þér fram fyrir í röðinni - annars hátt í klst bið).
Ætluðum okkur 2 daga inni í miðborg Parísar til að sjá og skoða það helsta. Vegna rigningar (þvílíkur úrhellir) hrökluðumst við heim á hótel fyrri daginn. Náðum samt einum yndislegum degi, skoðuðum Notre Dame og sáum Effelturninn. Áttuðum okkur á því daginn eftir þegar við biðum eftir flugi heim að það var brúðkaupsdagurinn okkar.
Nokkrir klukkutímar á Strikinu í Kaupmannahöfn áður en við flugum heim til Íslands.
17. ágúst 2006
1. ágúst 2006
Til hamingju með daginn!
Bróðursonur minn er tvítugur í dag!
Hér er ein lítil saga úr minningabankanum mínum af Annel Helga. Einu sinni þegar hann var á leikskóla var haldin hátið sem hans deild tók þátt í með því að syngja nokkur lög. Öll börnin stóðu stillt og prúð í hóp uppi á sviði og sungu. Loka lagið var "Ryksugan á fullu". Þetta lag var greinilega í uppáhaldi hjá Annel sem rokkaði það upp, tók luftgitar og allt. Flottur!
Einhversstaðar á ég þennan atburð til á videóupptöku, gaman væri að grafa hana upp.
Ps. myndinni er stolið af hans eigin síðu, vona að það sé í lagi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...