29. ágúst 2006

Að taka eftir því sem manni hentar.

Matvæla og/eða næringarfræðingar eru duglegir að senda frá sér upplýsingar um hvað er hollt fyrir mann og hvað ekki. Einnig eru blaðamenn duglegir að taka þessar upplýsingar og setja í dagblöðin. Þetta og hitt er krabbameinsvaldandi og það sem var heilnæmt og gott í síðustu viku er allt í einu orðið varasamt í dag og öfugt. Maður er löngu hættur að taka mark á þessum upplýsingum sem virðast fara hver upp á móti annari.

En í dag, loksins kom frá þeim eitthvað af viti. Í öllum dagblöðum sem ég fletti í dag var grein um það að te er í raun allra meina bót. 3-4 bollar á dag og þú getur hugsanlega komið í veg fyrir leiðindasjúkdóma. Sagt var að te-ið væri jafnvel betra en vatn!!!

Það er ekki af því að þessar upplýsingar henti mér...

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Einmitt, ég sá þetta og finnst þetta vera enn ein fásinnan, þú getur væntanlega ekki lifað á tei-inu einu saman í 30 daga(eða hvað það er sem maður kemst af án matar), en það geturðu á vatninu, svo ég blæs á þessa fullyrðingu!!

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...