31. ágúst 2006


Það er svo leiðinlegt að sumarið er að vera búið. Auðvitað er haustið fallegur tími, en ég finn bara fyrir kvíða fyrir kuldanum og því að geta ekki lengur hjólað. En hver veit kannski er kemur smá meiri hiti til okkar í september.

Nú fer í hönd mikill afmælistími í minni fjölskyldu. Á sunnudaginn verður haldið æfmælisboð (eins og við skrifuðum óvart á boðskortin og enginn tók eftir) þar sem 15 stelpur (ef allar komast) verða samankomnar í litlu, litlu íbúðinni minni. Ef veður verður gott hendum við stelpunum auðvitað út í garð í leiki. En ef allt fer á versta veg og það rignir eldi og brennisteini þá verðum við inni. Svo það væri frábært að fá uppástungur um leiki (þetta eru 12 ára skvettur) eða þrautir sem þurfa ekki mikið pláss en eru ótrúlega skemmtilegir.

2 ummæli:

Smútn sagði...

Til lukku með skottuna. Er nýbúinn að fagna 7 ára afmæli pilts og var tvískipt í bekkjarveislu og fjölskylduveislu.

Gefið mér flóðbylgjur, náttúruhamfarir og plágur alla daga, látið mig bara ekki reyna að hafa stjórn á 7 ára afmæli drengs aftur!!!

BbulgroZ sagði...

Já haustið virðist ætla að verða bara að hinu ágætasta sumri, miðað við veðurspárnar. Það er ljóst af lýsingum Sváfnis og Erlu að erfitt getur verið að hafa stjórn á svona afmælisveislu og ber ég smá kvíða í brjósti fyrir komandi bekkjarafmælum...en það er til einhver heimasíða með leikjum fyrir svona, er það ekki??

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...